Gríðarlegt tjón á Lambanesreykjum
Slökkviðið er enn að berjast við eld í fiskeldisstöðinni á Lambanesreykjum. Mikil hætta var í upphafi á að eldurinn næði í súrefniskúta sem eru í húsinu. En því tókst blessunarlega að afstýra.
Eitthvað er af eiturefnum í öðrum enda hússins þar sem enn logar eldur í þaki og veggjum en slökkvilið telur sig hafa tök á ástandinu en mikið verk óunnið enn.
Búist er við að slökkvistarfi ljúki ekki fyrr en seinni partinn eða í kvöld.
Eigandi stöðvarinnar talar um gríðarlegt tjón, ekki síst tilfinningalegt, þar sem fyrirtækið sé að stíga sín fyrstu skref undir hans stjórn. Nýr starfsmaður mætti til vinnu í morgun og hófst vinnudagur hans á því að skoða aðstæður í húsinu. Pósturinn uppgötvaði síðan eldinn 5 mínútur yfir tólf og voru slökkviliðin á Sauðárkróki og Siglufirði þegar kölluð á vettvang.
Í þessum töluðu orðum er verið að rjúfa veggi til að komast að eiturefnunum og freista þess að slökkva eldinn þar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.