Gönguferð í Glerhallavík

Ferðafélag Skagafjarðar stendur fyrir gönguferð í Glerhallavík næstkomandi laugardag 22. maí. Um er að ræða mjög létta, skemmtilega og umfram allt fjölskylduvæna ferð. Leiðsögumaður verður Hjalti Pálsson og er mæting á einkabílum að Reykjum á Reykjaströnd  kl. 14:00.

Nánari upplýsingar um ferðina og myndir úr sambærilegri ferð frá því í fyrr er að finna á vefsíðu Ferðafélags Skagafjarðar (www.ffs.is).

Hægt er að bóka sig í ferðina með því að senda tölvupóst á Hallbjörn, habbi@orginalinn.is eða í síma 862 2539.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir