Golfmót á mánudaginn hjá GSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.05.2010
kl. 09.48
Opið Texas scramble mót verður haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki mánudaginn 24.maí, Annan í Hvítasunnu. Mótið hefst klukkan 10:00 og er skráning á www.golf.is
Þetta er fyrsta mótið hjá GSS í ár sem fagnar nú 40 ára afmæli á árinu og verður haldið sérstakt afmælismót í tilefni af því 3. júlí. Að sögn Peturs Friðjónssonar formanns GSS kemur völlurinn vel undan vetri. -Völlurinn hefur aldrei verið betri!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.