Góðar gjafir frá Hollvinasamtökum á Blönduósi

Frá afhendingu gjafanna. Mynd af vef HSN.
Frá afhendingu gjafanna. Mynd af vef HSN.

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi veglegar gjafir í síðustu viku. Á Húni.is kemur fram að um sé að ræða þrjá hnakkastóla, hægindastól, þrjú útvarpstæki, myndavél, hitabakstra og rafrænt píluspjald til notkunar á sjúkradeildum, að andvirði 440.545 krónur.

„Það er von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar,“ segir á vef HSN sem þakkar góðar gjafir og hlýhug.

Á  Húni.is kemur fram að á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef HSN, er Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtakanna, að afhenda Helgu Margréti Jóhannesdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi HSN á Blönduósi gjafirnar. Með á myndinni eru einnig Sigríður Stefánsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Kári Kárason sem sitja í stjórn Hollvinasamtakanna ásamt Sigurbjörgu Helgu Birgisdóttur deildarstjóra sjúkradeildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir