Gleðilega hvítasunnu
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju og markaði hátíðin upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga. Síðar varð hún að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda, segir í svari Vísindavefsins við spurningunni: Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Í greininni kemur einnig fram að heilagur andi sé ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir menn trúa á en hinar persónurnar tvær eru Guð faðir og Jesús Kristur.
„Hlutverk föðurins felst í sköpuninni, en hlutverk sonarins í endurlausninni undan veldi syndarinnar. Hlutverk heilags anda er aftur á móti að upplýsa sérhvern mann og endurnýja gjörvalla sköpun Guðs. Hann er því sagður vera sá umskapandi kraftur sem kemur öllu góðu til leiðar í mannlífi og náttúru. Meðal annars af þessum ástæðum er litið á hvítasunnudaginn sem stofndag kirkjunnar,“ segir á visindavefur.is en fleira er tekið til sem hægt er að nálgast HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.