GLANNI GLÆPUR FRUMSÝNDUR Í DAG

Í dag munu nemendur 10. bekkjar Árskóla frumsýna árshátíðarleikritið sitt en í ár varð fyrir valinu Glanni glæpur í Latabæ sem flestir kannast við.  Nemendur 10. bekkjar hafa unnið baki brotnu undir dyggri leikstjórn Guðbrands Ægis síðustu vikurnar. Uppsetning á leikritinu er liður í fjáröflun bekkjarins fyrir Danmerkurferð í vor og vonast krakkarnir til að sem flestir sjái sér fært að mæta á sýninguna.

Hægt er að sjá myndir frá sýningunni hér.

 Sýningar: 

  • Þriðjudagur 29. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00). 
  • Miðvikudagur 30. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00).
  • Fimmtudagur 31. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00).
  • Föstudagur 1. apríl kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00). 
  • Sunnudagur 3. apríl kl. 14:00 og 16:30 (miðapantanir frá kl. 12:00-16:30).

Miðapantanir í síma 453-5216 

Miðaverð:

  • 5 ára og yngri kr. 500,- 
  • Grunnskólanemendur kr. 1000,-
  •  Fullorðnir kr. 1500,-

 Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir