Skaplegt veður næstu daga en smá vindskot í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
23.01.2025
kl. 09.19
Veðurspáin seinni partinn í dag. Gert er ráð fyrir suðaustan átt en eins og alkunna er þá nær austanáttin sér sjaldan upp á Sauðárkróki en getur verið strembin austan við skagana. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS
Veðurútlit næstu daga er með ágætum ef mið er tekið af árstímanum. Í dag verður þó skipt úr frosti yfir í allt að sex stiga hita þegar líður á daginn. Vaxandi hita fylgir nokkur vindstrengur og þá þykknar upp en bjart er framan af degi. Ekki er spáð úrkomu en vindur gæti hlaupið í um 15 m/sek þegar verst lætur en sums staðar eitthvað meira.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.