Glæsilegu móti senn að ljúka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
03.08.2014
kl. 17.57
Nú hafa flestir keppendur á 17. Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki lokið keppni og hægt er að nálgast úrslitin úr hverri keppnisgrein fyrir sig inni á vef UMFÍ. Keppni í stafsetningu lýkur svo kl. 19:00 í kvöld og í skák kl. 20:00.
Afþreyingardagskránni lýkur þó ekki fyrren uppúr miðnætti í kvöld og gefst krökkum færi á að taka þátt í Lífi og leik á Sauðárkróksvelli og þriggja stiga keppni í körfu á nýja körfuboltavellinum við Árskóla á milli kl. 18-20.
Kvöldvakan hefst svo kl. 21:30 í risatjaldinu og stendur til 23:30, en að kvöldvöku lokinni fara mótsslitin fram á Sauðárkróksvelli og mótinu slitið með glæsilegri flugeldasýningu.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.