Glæsileg söngvarakeppni
Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin laugardaginn síðastliðinn í Félagsheimilinu Hvammstanga. Þar voru margir frambærilegir söngvarar sem létu í sér heyra og skemmtu gestunum. Keppninni var skipt í tvennt, yngri flokk og eldri flokk, og sá dómnefnd um að skipa í þrjú efstu sætin í hvorum flokknum fyrir sig.
Í yngri flokki urðu úrslitin eftirfarandi:
1. sæti - Ástríður Halla Reynisdóttir
2. sæti - Viktor ingi Jónsson
3. sæti - Kolbrún Erla Gísladóttir, Heiðrún Nína Axelsdóttir og Herdís Linda Halldórsdóttir
Í eldri flokknum urðu svo þessi úrslit:
1. sæti - Ástrós Kristjánsdóttir
2. sæti - Heiðrún Marý Björnsdóttir
3. sæti - Albert Jóhannsson
Fleiri myndir frá keppninni má svo finna á myndasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra, eða með því að smella HÉR
/norðanátt.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.