Gísli leiðir Sjálfstæðismenn áfram og Sólborg Borgars í öðru
feykir.is
Skagafjörður
31.03.2022
kl. 08.22
Listi Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði í gærkvöldi. Gísli Sigurðsson mun áfram leiða listann, í öðru sæti er Sólborg S. Borgarsdóttir, í því þriðja er Guðlaugur Skúlason og fjórða sætið skipar Regína Valdimarsdóttir.
Hér ber að líta listann í heild sinni:
- Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir. teymisstjóri
- Guðlaugur Skúlason, verslunarstjóri
- Regína Valdimarsdóttir, teymisstjóri/sveitarstj.fulltrúi
- Sigurður Hauksson, forstöðumaður
- Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari
- Guðný Axelsdóttir, skrifstofumaður
- Þorkell Gíslason, bóndi
- Ragnar Helgason, fjármálaráðgjafi
- Sigrún Eva Helgadóttir, landbúnaðarfræðingur
- Róbert Smári Gunnarsson, fulltrúi
- Elín Árdís Björnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur
- Þröstur Magnússon, framkvæmdastjóri
- Sandra Björk Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi
- Kristófer Már Maronsson, sérfræðingur
- Steinunn Gunnsteinsdóttir, ferðamálafræðingur
- Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdast./ráðgjafi
- Haraldur Þór Jóhannesson, bóndi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.