Gefðu þér góða stund í Gránu

Föstudagur er í uppáhaldi hjá mörgum og sumir svífa vængjum þöndum inn í helgina. Það lítur út fyrir að það megi gefa helginni gott start með því að kíkja á kvöldopnum á Gránu milli kl. 20-22 í kvöld. Þar skapa turtildúfurnar Fúsi Ben og Vordísin notalega stemmingu með lifandi tónaflóði á meðan ljósamyndasýningin Aðalgatan í áranna rás streymir áfram endalaust.

Það eru frábærir starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga sem hafa tekið sýninguna saman og standa að henni í samstarfi við Menningarfélag Gránu. Vel á annað hundrað mynda frá síðustu áratugum í Aðalgötunni á Króknum verða sýndar á skjá. Á dagskrá er að gera enn betur í desembermánuði en þá er stefnt að því að fá sögufróðan aðila til að segja frá einu og öðru skemmtilegu sem gerst hefur í götunni.

Það er því ekki útlit fyrir annað en gott kvöld á Gránu í kvöld; hamingjustund á barnum, kaffi, kakó og kökur og 10% afsláttur í Gránubúð.

P.S. Grána er á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir