Gamlar girðingar í Norðurárdal rifnar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.08.2021
kl. 13.26
Á fundi landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar kom fram að ákveðið hefur verið, í samvinnu við Skagabyggð, að rífa gamlar girðingar í Norðurárdal með leyfi landeigenda, vegna slysahættu fyrir búfé. Lagði nefndin til að farið verði í verkið helgina 28. og 29. ágúst og óska eftir starfsfúsum sjálfboðaliðum.
Í fundargerð nefndarinnar segir að talsverðar umræður hafi orðið í nefndinni um greiðar leiðir búfjár úr afrétt og niður í byggð og þau vandræði sem af því geta orðið. Ætlar nefndin að óska eftir samræðum við sveitarstjórn til að finna leiðir til að draga úr þessu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.