Gaman – saman, leik- og grunnskóli

Samstarfsverkefnið Gaman - saman hefur verið virkt í vetur í Grunnskólanum í Varmahlíð. Byggir þetta verkefni á gagnkvæmum heimsóknum milli skólanna. Skólahópur leikskólans hefur komið í skólann; á bókasafnið, í tölvutíma og myndmennt hjá 2. bekk, smíðar hjá 10. bekk, heimilisfræði hjá 5. bekk og fleira skemmtilegt.

Bekkir skólans hafa líka farið í heimsókn á leikskólann: 7. bekkur fór á degi íslenskrar tungu og las fyrir börnin, yngri bekkirnir hafa líka farið og sungið, spjallað og leikið við leikskólabörnin.

Skólahópur leikskólans ásamt 1. og 2. bekk fóru í vettvangsferð niður að Húseyjarkvísl í haust og önnur vettvangsferð er fyrirhuguð á vordögum. Teljum við sem að þessu verkefni hafa komið að þetta auki samskiptahæfni og félagsþroska nemenda.

Hérna má sjá myndir sem teknar voru þegar skólahópurinn fór í sund með nemendum úr 8. bekk.

/Varmahlíðarskóli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir