Gætt´að hvað þú gerir maður! - Leiðari Feykis
Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einnig mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.