Fyrsti heimaleikur á morgun - Áfram Tindastóll
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.05.2010
kl. 13.32
Fyrsti heimaleikur meistraflokks karla í knattspyrnu hjá Tindastóli verður á morgun laugardag klukkan 14:00 þegar liðið tekur á móti Grundfirðingum.
Fyrir leikinn verður þjálfari m.fl. karla, Sigurður Halldórsson með fund í vallarhúsinu þar sem hann ætlar að fara yfir lið og leik dagsins ásamt því að ræða um sumarið.
Feykir hvetur stuðningsmenn til að mæta í vallarhúsið og vera með þessa stund fram að leik.
Á mánudaginn tekur síðan m.fl. kvenna á móti Þrótturum frá Reykjavík á Sauðárkróksvelli en sá leikur hefst einnig kl. 14:00
Feykir segir bara áfram Tindastóll og allir á völlinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.