Fyrrverandi bæjarstjóri Blönduóssbæjar sakar bæjaryfirvöld um lögbrot

Jóna Fanney Friðriksdóttir fyrrverandi bæjarstjóri Blönduósbæjar sakar sveitarfélagið um brot á jafnréttislögum og trúnaðarbrest við ráðningu á núverandi bæjarstjóra.

Forsaga málsins er sú að Jóna Fanney sagði starfi sínu lausu í október árið 2007 og var í kjölfarið falið að ganga frá ráðningarsamningi við Arnar Þór Sævarsson, núverandi bæjarstjóra á sömu kjörum og fráfarandi bæjarstjóri.
Jóna Fanney sendi Arnari ráðningasamning í október með umsamdri launatölu og var sammælst um að forseti bæjarstjórnar gengi frá undirskrift samningsins.

Hún hafi síðan uppgötvað það nú í janúarbyrjun 2009, þegar vinna við fjárhagsáætlun var í fullum gangi, að samningnum hafði verið breytt og núverandi bæjarstjóri sem er karl sé á 12-15% hærri launum en hún var á í sínu starfi. Þetta getur Jóna Fanney ekki sætt sig við enda telur hún að þetta sé í annað sinn sem bæjaryfirvöld brjóti á rétti sínum varðandi launakjör í starfi bæjarstjóra.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir