Fyrirlestraröðin á Selasetrinu hefst að nýju í kvöld
Selasetur Íslands á Hvammstanga mun í vetur halda áfram með fyrirlestaröð þar sem að vísindamenn úr hinum og þessum áttum koma og halda fyrirlestra. Fyrsti fyrirlesturinn eftir sumarfrí hefst í kvöld, mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00.
Í kvöld verða í raun tveir fyrirlestrar, annars vegar verður Brontë Harris frá Englandi með fyrirlesturinn; Exploring Behavioural Variation In Common Shore Crabs in response to their environment sem þýðist lauslega yfir á íslensku sem; Hegðunarafbrigði strandkrabba við umhverfi sínu rannsakað, og hins vegar verður Laura Redaelli frá Ítalíu með fyrirlesturinn; Sleeping between land and see: The unusal form of sleep in pinniped sem þýðist lauslega sem; Svefn milli lands og sjávar: Óvenjulegur svefnháttu hreifadýra.
Fyrirlestrarnir verða á ensku og boðið er upp á kaffi og konfekt.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.