Fyrirlestrar um sullaveiki og torfbæjarþrif
Fyrirlestrar verða haldnir í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á morgun, laugardaginn 30 október kl: 14:00. „Góðir og fróðlegir fyrirlestrar sem segja má að kallist á og vert er á að hlýða,“ segir í tilkynningu safnsins. Boðið verður upp á kaffi og spjall að þeim loknum og er aðgangur ókeypis.
Jón Torfason, mun flytja fyrirlesturinn „Saga af sulli“. Þar er rakin saga ungs manns frá ofanverðri 19. öld sem veiktist af sullaveiki. Fyrirlesturinn byggir á rannsókn þar sem fetað var í slóð hins unga manns.
Sigríður Sigurðardóttir, fyrrum safnvörður Byggðasafnsins í Glaumbæ, flytur fyrirlestur um „Þrif í torfbæjum“. Hér er fjallað um þrifnaðarhætti á torfbæjartímum. Skoðað hvernig torfhús voru þrifin, hvernig fataþvottar fóru fram og hvernig fólk þreif sjálft sig. Fyrirlesturinn byggir á riti Sigríðar „Þrif og þvottar í torfbæjum“, útg. 2016.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.