Fullnægjandi gæði neysluvatnsins á Hofsósi
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að sýni staðfesti að gæði neysluvatnsins á Hofsósi séu fullnægjandi. „Það er því ekki nein þörf á því lengur að sjóða neysluvatnið á Hofsósi.“
„Þær aðgerðir sem Skagafjarðarveitur fóru í til þess að endurheimta vatnsgæði á Hofsósi hafa skilað tilætluðum árangri, en sýni sem tekin voru á mánudaginn 3. ágúst sl. staðfesta að gæði neysluvatnsins eru í samræmi við kröfur reglugerðar 536/2001 um neysluvatns. Þær fólust m.a. í að skola út lagnir, setja klór í vatnstank, lagfæra geislatæki og skoða nákvæmlega nærsvæði vatnsbólsins,“ segir í tilkynningu eftirlitsins og því ekki nein þörf á því lengur að sjóða neysluvatnið á Hofsósi.
Tengdar fréttir:
Kaldavatnið á Hofsósi komið í lag
Varahlutur í geislatæki vatnsveitunnar á Hofsósi á leið norður
Sjóða ber neysluvatnið á Hofsósi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.