Frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn

Myndin sýnir leiðakerfi Strætó á landsbyggðinni. SKJÁSKOT
Myndin sýnir leiðakerfi Strætó á landsbyggðinni. SKJÁSKOT

Vegagerðin tekur virkan þátt í Evrópsku samgönguvikunni, meðal annars með því að hafa frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn, sunnudaginn 22. september. Á netsíðu Vegagerðarinnar segir að borgir og bæir á Íslandi hafi tekið þátt í Evrópsku samgönguvikunni frá árinu 2002. Samgönguvikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu sem er ætlað að ýta undir sjálfbærar samgöngur.

Umhverfis, – orku- og loftslagsráðuneytið hefur umsjón með átakinu á Íslandi.  Evrópsk aSamgönguvikan er haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið hennar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Þema vikunnar í ár er Almannarými – virkir ferðamátar

Vegagerðin tekur virkan þátt í samgönguvikunni meðal annars með því að hafa frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn, sunnudaginn 22. september. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er fín þannig að þeir sem vilja skjótast milli bæja ættu að geta nælt sér í ókeypis sunnudagsrúnt ef þeir skipuleggja daginn vel.

Fjölbreyttir viðburðir verða á dagskrá í samgönguvikunni eins og hér má sjá >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir