Friðun staðfest í sjö fjörðum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason hefur ákveðið að vernda grunnslóð í, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði, Önundarfirði og Seyðisfirði/Loðmundarfirði með því að banna dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í þessum fjörðum.

Er þetta í samræmi við tillögur sem kynntar voru þann 30. apríl 2010. Verður aðgerðum þessum fylgt með sérstökum rannsóknum á fiskgöngum og vistfræði. Ráðherra hefur því undirritað reglugerð um bann við dragnótaveiðum sem mun taka gildi frá og með 7. júní 2010 og gilda til 6. júní 2015.

Í samantekt sem henni fylgir segir að Landssamband smábátaeigenda lýsi ánægju með áformin um að takmarka veiðar með dragnót við landið. Smábátafélög og sjómenn á þeim bátum fagna einnig tillögunum sem og sveitarfélagið Skagaströnd, Seyðisfjarðarkaupstaður og Skagafjörður. Önnur sveitarfélög hafna lokunartillögunum alfarið, t.d Húnaþing vestra, Kaldrananeshreppur, Langanesbyggð og Vesturbyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir