Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir styrki

 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar á árinu 2009.  Lögð er áhersla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði.  Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar.

Umsóknum skal skilað fyrir 20. febrúar n.k. til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást.  Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is

Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu umsókna í apríl n.k.

Ath. að sérstök viðfangsefni á sviði þróunarverkefna einstakra búgreina falla einnig innan hins auglýsta skilafrests

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir