Fornleifafræðingar leita að beinum jólakattarins

Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir. Mynd: visindavefur.is
Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir. Mynd: visindavefur.is

Nú þegar allir jólasveinarnir þrettán hafa skilað sér til byggða og þeir kumpánar farnir að tínast aftur heim til foreldra sinna er við hæfi að velta fyrir sér nokkrum spurningum varðandi þessa ævintýralegu fjölskyldu. Á Vísindavefnum er margs konar fróðleik að finna, meðal annars er þar velt upp spurningum um tilvist þeirra hjóna, Grýlu og Leppalúða.

Landsmenn hafa væntanlega lokið við að opna jólapakkana sína og vonandi hafa engir farið í jólaköttinn. Á Vísindavefnum kemur fram að þrátt fyrir að vísindamenn hafi oft fundið kattarbein þegar unnið er að uppgrefti hafi aldrei fundist bein af tegundinni Felis nativitatis  sem mun vera umræddur köttur.

Óhætt er að mæla með að lesa umrædda grein á Vísindavefnum en rétt er að taka fram að hún er svokallað föstudagssvar og því næstum ekkert að marka sem í greininni stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir