FNV hefur nám í plastbátasmíði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.09.2012
kl. 14.54
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti þann 13. september að tilnefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fyrir innleiðingu á námi í plastiðn. Á heimasíðu FNV kemur fram að um yfirfærsluverkefni er að ræða sem styrkt er af Menntaáætlun Evrópusambandsins og miðar að því að þróa nám í plastiðnum.
Verkefnið er samvinnuverkefni FNV, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skóla í Finnlandi og Danmörku. Siglingastofnun hefur einnig komið að þessu verkefni auk fyrirtækja í plastiðnaði.
Í lok september hefst nám í plastbátasmíði sem veitir viðurkenningu af hálfu Siglingastofnunar til þeirra sem hafa a.m.k. 12 mánaða starfsreynslu hjá viðurkenndu bátasmíðafyrirtæki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.