Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð með flugeldasýningu og sölu
feykir.is
Skagafjörður
30.12.2009
kl. 15.04
Flugeldamarkaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð er opin í dag frá kl. 10 – 22 og á morgun gamlársdag frá kl. 10 – 14. og er staðsettur í húsi sveitarinnar í Varmahlíð.
Í boði er stórglæsilegt úrval af flugeldum, skotblysum, tertum og risatertum.
Sameignleg brenna fyrir framhluta Skagafjarðar verður við gatnamót Efribyggðar að norðan. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 og korteri síðar hefst flugeldasýning.
Flugbjörgunarsveitin óskar Skagfirðingum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir veittan stuðning á árinu sem er að líða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.