Flottasti krossinn á landinu

logo_raudi_krossinnRauði krossinn ætlar á laugardaginn að mynda mannlegan rauðan kross þar sem rauðklæddir  þátttakendur raða sér upp og brosa í myndavélalinsu.

Allir sem vettlingi valda eru hvattir til að mæta við Sauðárkrókskirkju á laugardaginn klukkan 11.30 og taka þátt í krossmynduninni og þar á að reyna að búa til flottasta krossinn á landinu en samsvarandi krossar verða myndaðir víða á landinu. Loftmynd verður tekin af hópnum sem prýða eiga rafræn jólakort sem þátttakendur fá send til sín fyrir jól. Þettta er frábær leið til að slá tvær flugur í einu höggi, senda myndir af sér til vina og vandamanna og styrkja Rauða krossinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir