Fjórða sæti yfir fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2009.
feykir.is
Skagafjörður
12.05.2009
kl. 09.36
Síðasta föstudag var niðurstaða úr könnun á Stofnun ársins 2009 kynnt á Hótel Nordica í Reykjavík. Sýsluskrifstofan á Sauðárkróki var þar í hópi minni fyrirtækja og lenti í 4. sæti yfir fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2009.
Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem þátttakendur voru spurðir um trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði, ímynd, sjálfstæði, sveigjanleika, ánægju með launakjör og fleira.
Það var sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal sem hlaut hæstu einkunn minni fyrirtækja en Umferðastofa þeirra stærri.
-Við hér á Sýsluskrifstofunni erum afar ánægð með að vera í 4. Sæti, segir glaðbeitt starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.