Fjör í bakgarðinum hjá Eika og Bergrúnu á Menningarnótt

Allir í stuði! MYNDIR FRÁ EIKA OG BERGRÚNU
Allir í stuði! MYNDIR FRÁ EIKA OG BERGRÚNU

Menningarnótt var í Reykjavík í gær og voru tónleikar og gigg um alla borg. Talið er að um 100 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll þar sem Rás2 hélt stórtónleika. Í bakgarðinum hjá Eika Hilmis og Bergrúnu Ingimars var slegið upp tónleikum sem kölluðust Niður hlíðar héðan og segir Bergrún að um 100-130 manns hafi verið í garðinum þegar mest var.

„Það var mikið stuð og mikið gaman og allir glaðir þegar þeir fóru og óskuðu að þetta yrði aftur að ári,“ segir Bergrún en þetta mun vera í annað skiptið sem þau eru með svona viðburð í bakgarðinum á Menningarnótt. „Þetta var mestmegnis gert til heiðurs Magnúsi Helgasyni sem lést fyrr á árinu,“ sagði Bergrún.

Dagskráin hófst kl. 14:00 með setningu og frumflutningi hátíðarlags 2024. Þar á eftir stigu Lame Dudes á svið, síðan Dúddarnir, þá hljómsveitin Skriða sem skartaði meðal annars stórtrommarann Sigurð Reynisson úr Drýsli og Sigurgeir Sigmundssyni úr Gildrunni. Það var síðan hin ástsæla ballsveit, Týról, sem lék við hvurn sinn fingur áður en Eiki sleit hátíðinni og spilaði tvö lög, annað með texta eftir Gyrði Elíasson.

Já, Reykjavík er okkar – eins og segir í texta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir