Fjölgun í öllum landshlutum - Norðvestlendingar orðnir 7426 talsins

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. en hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%.

Samkvæmt  samtekt Hagstofunnar hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest þegar horft er til alls landsins þá síðastliðna níu mánuði eða um 21,5% en íbúum þar fjölgaði um 14 íbúa. Næst kemur Hörgársveit með 8,6% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 56.

Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,2% eða um 14 og teljast íbúar nú vera 7426. Trónir Húnavatnshreppur hæst hvað hlutfall varðar, 3,8% eða um sama fjölda, 14 manns. Mesta fækkunin varð hins vegar á Blönduósi, 27 manns eða um 2,8%.

Í Svf. Skagafirði bættust 19 á íbúaskrána hvar 4109 búa, 11 í Húnaþingi vestra og teljast þeir nú vera 1230 og á Skagaströnd fjölgaði um tvo svo þar eiga lögheimili 477 manns. Fækkun varð hins vegar í Akrahreppi um fjóra einstaklinga og teljast þeir 206 og á íbúaskrá Skagabyggðar fækkaði um einn þar sem 91 er skráður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir