Fjöldi sela skoðaðir á Brimli
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
20.07.2010
kl. 08.48
Á heimasíðu Selasiglinga segir að veðrið hafi ekki beint verið að leika við skipverja það sem af er júlímánaðar en það ætti nú að fara batnandi þar sem veðurspáin er nokkurra fiska virði.
Selaskoðunin hefur gengið mjög vel og segir frá því á síðunni að selir hafa sést í öllum ferðum Brimils á selaslóðum og hafa þeir verið á bilinu 30 til 80 í hvert sinn.
Tilvalið er fyrir hópa að nýta sér Siglingar með Selasiglingum ehf. og hafa nokkur fyrirtæki nýtt sér þennan möguleika fyrir starfsmannaferðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.