Fjölbrautaskólanum slitið

Skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða haldin laugardaginn 22. maí kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki við hátíðlega athöfn. Prófsýning á föstudag.

Prófsýning nemenda fer fram föstudaginn 21. maí kl. 09:00-10:00 í Bóknámshúsinu einnig  verða einkunnir  sýnilegar í Innu sama dag fyrir þá sem hafa greitt skuldir sínar við skólann eða samið um þær.

Eftir skólaslitin verða kaffiveitingar fyrir nemendur sem dvalið hafa á heimavist og aðstandendur þeirra. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin.

Þessa dagana stendur yfir innritun í FNV fyrir haustönn 2010 og á heimasíðu skólans er vakin athygli á fjölbreyttu námsframboði og hagkvæmri og heimilislegri heimavist . Þá er aðstaða til íþróttaiðkunar og hestamennsku með besta móti og boðið upp á nám til fimm knapamerkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir