Fjallaskokk USVH 2016 - Úrslit
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
29.07.2016
kl. 15.56
Átjánda Fjallaskokk USVH fór fram fimmtudaginn 21. júlí 2016 og voru þátttakendur tíu talsins, fjórir í gönguhóp og sex í keppnishóp. Frá þessu er greint á heimasíðu Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga.
Gengið/skokkað/hlaupið var frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Þetta er um 12 km leið og hækkun á milli 400-500 metrar.
Sigurvegari í karlaflokki 16-49 ára var Aron S. Ólafsson og var tíminn hans 1:16:31.
Sigurvegari í kvennaflokki 16-49 ára var Sóley Elsa Magnúsdóttir Blöndal og var tíminn hennar 3:11:06.
Efstu 3 sætin í karla- og kvennaflokki hlutu vandaða peysu frá 66° norður í verðlaun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.