Fiskur og fínerí

Hjónin Sunna Gestsdóttir,  og Héðinn Sigurðsson, læknir, á Blönduósi urðu við áskorun Feykis í janúar 2007 og sendu inn nokkrar uppskriftir.

Þau hjónin skoruðu á Berglindi Björnsdóttur, kennara, og Auðunn Sigurðsson, útibústjóra Kaupþings á Blönduósi og fréttaritara Húnahornsins að koma með uppskriftir sem birtust tveimur vikum síðar.

 Forréttur

Gráðostagums

1 dós sveppir
1 gráðostur
1 peli rjómi
50 g skinka
2 egg
pipar
smjör
tartalettur

Smjörsteikja sveppi á pönnu, hella rjómanum útí og þykkja, bræða gráðost saman við og setja skinku og egg saman við. Allt sett í tartalettur og stungið inn í 200 gráðu heitan ofn í 10 mín. Gott með grænkáli, kiwi og rifsberjahlaupi. 

Aðalréttur

Fiskur í ostasósu (fyrir 4) 

3-4 stk. ýsuflök
1 paprika
smá blómkál
sveppir
1/2 piparostur
1/2 pepperóniostur
1 matreiðslurjómi
1 msk sojasósa

 Laukur, paprika, blómkál og sveppir steikt saman á pönnu í matarolíu. Matreiðslurjóma bætt út á pönnuna eftir steikingu á grænmeti og osturinn skorinn niður og bræddur í rjómanum. Sojasósu blandað saman við. Fiskurinn skorinn í litlar sneiðar, kryddaður t.d. með fiskikryddi og settur saman við á pönnuna, allt látið malla í 10-15 mínútur. Hægt er að hafa hvaða grænmeti sem er, bara það sem til er í ísskápnum hverju sinni og hvaða ost sem er. Fiskurinn getur komið beint úr frystinum eða ísskápnum. Gotta að hafa brún hrísgrjón og gott salat með.

 Eftirréttur
Kókosbollubomba

 1/2 marengsbotn (með hrís)
8 kókosbollur
1 peli þeyttur rjómi
Alls kyns ávextir eða ber t.d. vínber, jarðaber, bláber og kiwi
Rifið súkkulaði

 Marengsbotninn er mulinn frekar gróft niður og settur í djúpa skál. (Má bleyta með örlitlum appelsínu/ananassafa). Kókosbollurnar eru settar beint ofan á og aðeins ýtt ofan á þær. Ávextirnir og berin eru skorin niður efitr því sem þarf og síðan dreift yfir kókosbollurnar. Rjómanum er síðan smurt þarf ofan á og að lokum er rifnu súkkulaði stráð yfir.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir