FISK Seafood skaffar keppnisbúninga í staðinn fyrir þátttöku í umhverfisátaki

Frá Landsbankamóti 2011
Frá Landsbankamóti 2011

FISK Seafood hefur ákveðið að styrkja Knattspyrnudeild Tindastóls með því að bjóða öllum iðkendum yngri flokka félagsins merkta keppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostaðnarlausu. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFT.

Þar segir ennfremur að í staðinn fyrir búningana óski FISK Seafood eftir því að fá Knattspyrnudeild Tindastóls með sér í umhverfisátak þar sem lögð verði áhersla á að fegra nærumhverfið með því að tína rusl.

„Áætlað er að eyða saman dagstund í þetta verkefni þar sem FISK skaffar kör undir rusl og sér um að koma ruslinu til Flokku,“ segir á Tindastóll.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir