Fish Partner tekur við Blöndu og Svartá

Stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár með Kristjáni Páli Rafnssyni forvígismanni Fish Partner. Samningurinn öðlaðist gildi í gær eftir samþykkt félagsfundar. Frá vinstri: Guðmundur Haukur Jakobsson, Guðlaugur Torfi Sigurðsson, Guðmundur formaður og Kristján Páll. Þá koma Guðmundur Guðbrandsson og Jón Ingi Guðmundsson. MYND.GRH
Stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár með Kristjáni Páli Rafnssyni forvígismanni Fish Partner. Samningurinn öðlaðist gildi í gær eftir samþykkt félagsfundar. Frá vinstri: Guðmundur Haukur Jakobsson, Guðlaugur Torfi Sigurðsson, Guðmundur formaður og Kristján Páll. Þá koma Guðmundur Guðbrandsson og Jón Ingi Guðmundsson. MYND.GRH

Í frétt á mbl.is segir að fé­lagið Fish Partner hef­ur samið við Veiðifé­lag Blöndu og Svar­tár um að taka að sér sölu á veiðileyf­um á vatna­svæðinu næstu fimm árin. Um er að ræða umboðssölu fyr­ir­komu­lag en fram til þessa hafa leigu­tak­ar greitt fast leigu­verð fyr­ir ána. Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið tekið upp víðar og eru Norðurá í Borg­ar­f­irði og Ytri Rangá dæmi um laxveiðiár þar sem slíkt fyr­ir­komu­lag hef­ur reynst vel.

Aðal­fund­ur Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár samþykkti í vor að óska eft­ir til­boðum í vatna­svæðið. Í fram­haldi af því var birt aug­lýs­ing og óskað eft­ir til­boðum. Fjór­ir aðilar buðu og eft­ir viðræður við til­boðsgjafa náðist samn­ing­ur við Fish Partner.

Fé­lags­fund­ur í fé­lag­inu var svo hald­inn í fé­lags­heim­il­inu á Blönduósi í gær­kvöldi og þar lagður fyr­ir fund­inn samn­ing­ur sem stjórn hafði samþykkt með fyr­ir­vara um af­stöðu fé­lags­fund­ar. Guðmund­ur Rún­ar Hall­dórs­son bóndi í Finn­stungu og formaður Veiðifé­lags­ins staðfesti í sam­tali við Sporðaköst að samn­ing­ur­inn hefði verið samþykkt­ur með öll­um greidd­um at­kvæðum og eng­inn verið á móti.

Samn­ing­ur­inn við Fish Partner ger­ir ráð fyr­ir því að sleppiskylda verði á öll­um laxi á svæðinu, meðal ann­ars í ljósi minnk­andi lax­gengd­ar í Blöndu. Ein­göngu verður veitt á flugu. Veiðihúsið leig­ir Fish Partner allt árið.

Stefnt er að því að bæta við nýju svæði í Blöndu en það er ósa­veiði neðst í ánni. Verða þar tvær stang­ir.

Guðmund­ur Rún­ar Hall­dórs­son, formaður seg­ist í samtali við mbl.is ánægður með samn­ing­inn og vænt­ir þess að veg­ur Blöndu og Svar­tár efl­ist á næstu árum. Hann staðfesti að nokkr­ir af góðkunn­ingj­um Blöndu hefðu þegar staðfest kaup á veiðileyf­um næsta ár og þótti hon­um það góðs viti. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir