Ferð í Glerhallarvík á laugardag
Næstkomandi laugardag verður fyrsta ferð ársins með Ferðafélagi Skagafjarðar en gert er ráð fyrir að halda útivistadag í Glerhallarvík.
Í tilkynningu frá Ferðafélaginu eru Skagfirðingar og íbúar nágrannabyggða hvatti til þess að taka þátt í skemmtilegum ferðum ferðafélagsins. Í Glerhallavík verður boðið upp á smakk úr Matarkistu Skagafjarðar auk þess sem lofað er skemmtilegum uppákomum. Þegar komið verður til baka á Reykjaströnd er gert ráð fyrir leikjum og ævintýrum auk þess sem þátttakendur eru hvattir til þess að hafa sundfötin meðferðis enda er gert ráð fyrir að enda daginn í Grettislaug.
Fararstjórar verða Pálína Ósk Hraundal og Sigríður Inga Viggósdóttir og er skráning hjá Pálínu í síma 865-5309
Þá mun Ferðafélagið standa fyrir kynningu um ferðrir ársins fimmtudagskvöldið 14. maí í húsnæði Skagfirðingasveitar að Borgarröst 1. Fundurinn hefst klukkan 20:00
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.