Feðgarnir Karl og Theodór sigursælir á MÍ öldunga

Feðgarnir Theodór og Karl stúdera hvernig best sé að komast yfir ránna í stangarstökki. Mynd: FRÍ.
Feðgarnir Theodór og Karl stúdera hvernig best sé að komast yfir ránna í stangarstökki. Mynd: FRÍ.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í öldungaflokki fór fram á Sauðárkróksvelli um síðastliðna helgi, dagana 14. - 15. ágúst. Keppendur Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, voru sigursælir á mótinu og hrepptu 21 íslandsmeistaratitil.

Karl Lúðvíksson keppti í flokki karla 70 til 74 ára og féllu honum sjö íslandsmeistaratitlar í skaut. Hann sigraði; spjótkast, kringlukast, kúluvarp, langstökk, stangarstökk, hástökk og 100 metra hlaup. 

Theodór Karlsson hreppti átta íslandsmeistaratitla en hann keppti í flokki 45 til 49 ára og sigraði; spjótkast, kringlukast, kúluvarp, þrístökk, langstökk, stangarstökk og hástökk. 

Jón Kolbeinn Jónsson vann þrjá íslandsmeistaratitla en hann sigraði; kúluvarp, langstökk og hástökk. Einnig varð hann í öðru sæti í spjótkasti og þriðja sæti í 100- og 200 metra hlaupi. Jón keppti í flokki 35 til 39 ára.

Þorkell Stefánsson keppti einnig í flokki 35 til 39 ára og varð hann þrefaldur íslandsmeistari í 100, 200- og 400 metra hlaupi.

Þess má geta að Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson eru feðgar og voru einu feðgarnir á mótinu svo vitað sé. 

Glæsilegur árangur hjá okkar mönnum á MÍ öldunga og ljóst að framtíðin er björt hjá UMSS í frjálsum íþróttum öldunga.

Úrslit mótsins

Myndir frá mótinu


/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir