Farskólinn með enskunám á Skagaströnd
Enskunám er nú að hefjast í Farskólaverkefninu "Eflum byggð á Skagaströnd". Kennsla hófst í gær 3. des og næsti tími verður 10. des og eftir áramót verður kennt á fimmtudögum í átta vikur.
Öllum er heimil þátttaka, hún kostar ekkert og námsgögnin eru líka ókeypis. Fólk getur einnig valið að taka bara ensku og sleppt öðrum námshlutum.
Allir tímar hefjast kl. 18:00 og þeim lýkur kl. 21:00. Lögð er áhersla á að gefa öllum tækifæri á að læra með sínum hraða og námsefnið sniðið að þörfum hvers og eins. Ekki er lögð áhersla á heimanám og lokapróf er ekki haldið enda tilgangurinn að gefa fólki hvatningu til frekara náms.
Hægt er að skrá sig í síma 455 6010 eða senda tölvupóst á netfangið asdish@farskolinn.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.