Fame - aftur í Félagsheimilnu á Blönduósi
Aukasýning verður á Söngleiknum Fame sem nemendur í 8. – 10. bekk Grunnskólans á Blönduósi settu upp árshátíð skólans í vetur. Sýningin verður föstudaginn 22. maí í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst hún kl. 20.
Fame er söngleikur um unglinga í listaskóla. Söngleikurinn gerist í Reykjavík árin 2003 – 2004 nánar til tekið í hinum rómaða Listaskóla Íslands. Söngleikurinn fjallar um unglingana í skólanum, ástir þeirra og listir. Ýmislegt gerist, gott og slæmt, sem unglingarnir þurfa að takast á við. Fame er nokkurs konar rómantískur gamanleikur um áhyggjuefni unglinga.
Leikarar eru nemendur úr 8., 9. og 10. bekk.
Leikstjóri er Jófríður Jónsdóttir.
Danshöfundur er Sigríður Ragndís Hilmarsdóttir.
Hljóð-, ljósa- og sviðsmenn eru nemendur úr 8., 9. og 10. bekk.
Aðgangur er 1000 kr. fyrir þá sem búnir eru með grunnskóla, 500 kr. fyrir grunnskólanemendur og ókeypis er fyrir 6 ára og yngri.
Vonandi nýta sem flestir sér þessa sýningu því hún var hin ágætasta skemmtun á árshátíðinni í mars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.