Fákaflug 2010

Fákaflug verður haldið dagana 30. júlí til 2. ágúst 2010 á Vindheimamelum.  Að vanda verður keppt í gæðingakeppni í sérstakri forkeppni með 3-4 inná í einu.  Einnig verða kappreiðar og töltkeppni.  Peningaverðlaun verða í Tölti og 100 m.skeiði.   En annars verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

  •             A.-flokkur                              100 m. skeið, fljótandi start
  •             B.-flokkur                               150 m. skeið, kappreiðar
  •             Ungmennaflokkur                  250 m. skeið, kappreiðar
  •             Unglingaflokkur                     300 m. brokk, kappreiðar
  •             Barnaflokkur                          300 m. stökk, kappreiðar
  •             Tölt

Skráning þarf að berast fyrir mánudaginn 26. júlí n.k. og skráningargjald verður kr. 1.000,-  Ekkert skráningargjald tekið í brokk- og stökkkappreiðum auk barnaflokks.  Skráning verður opin eftir það fram að miðnætti miðvikudagskvöldið 28. júlí en hver skráning kostar þá kr.3.000,-  Þeir sem skrá sig eftir 25. júlí til 28. júlí verða færðir fremst í rásröð.  Skráningar þurfa að berast til Guðmundar á netfang badboy@simnet.is   Skráningargjöld greiðast við skráningu inn á bankareikning: 0310-26-1630, kt. 520705-1630.

Að auki verður öflugt skemmtanahald á svæðinu, dansleikir öll kvöld, veitingasala, barnagarður, sölubásar og trúbadorar

Aðgangseyrir inn á mótssvæðið verður kr. 8.000,- en frítt verður fyrir 14 ára og yngri.  Öll aðstaða og skemmtanir innifalin í miðaverðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir