Fagna hugmyndum um húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir byggðarráði og fagnar hugmyndum um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni. Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því að sveitarfélög taki afstöðu til hugmyndarinnar fyrir lok október.

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar hugmyndum um stofnun húsnæðissjálfseignar-stofnunar sem stuðli að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðisins og vaxtarsvæða. Markmiðið er að ná til tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur til. Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmynd um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni,“segir í fundargerð sveitarstjórnar sl. fimmtudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir