Færðu Skagfirðingasveit 1.300.000 kr. til tækjakaupa í minningu Pálma Friðriks.

Við gjöfinni tók Hafdís Einarsdóttir, formaður Skagfirðingasveitar, Ásmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar afhenti gjöfina. 
Með þeim á myndinni eru Ásta Birna Jónsdóttir, Stefán Valur Jónsson, Friðrik Pálmason og Ásta Pálmadóttir
Við gjöfinni tók Hafdís Einarsdóttir, formaður Skagfirðingasveitar, Ásmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar afhenti gjöfina. Með þeim á myndinni eru Ásta Birna Jónsdóttir, Stefán Valur Jónsson, Friðrik Pálmason og Ásta Pálmadóttir

Í dag, 21. desember, hefði Pálmi Friðriksson, einn stofnenda Steypustöðvar Skagafjarðar ehf., orðið 79 ára, en hann lést um aldur fram, 8. janúar 1998. Til minningar um hann færðu eigendur Steypustöðvarinnar Björgunarsveitin Skagfirðingasveit kr. 1.300.000 til tækjakaupa.

„Pálmi Friðriksson og Svala Jónsdóttir eiginkona hans voru ein af stofnendum Steypustöðvar Skagafjarðar, sem fagnar einmitt 50 árum í ár. Björgunarsveitir eru máttarstólpar í hverju samfélagi og sinna miklu og óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi í þágu almennings. Við skorum á fleiri fyrirtæki að styrkja björgunarsveitirnar í landinu,“ segir í tilkynningu á Facebooksíðu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir