Erlu-kjúlli og eftirlæti húsbóndans
feykir.is
Í matinn er þetta helst
06.02.2010
kl. 11.25
Þórdís Erla Björnsdóttir og Jón Örn Stefánsson á Blönduósi urðu við áskorun Zophoníasar og Katrínar í mars 2007 og buðu lesendum til veislu. Þau skoruðu á Tryggva Björnsson og Hörpu Hermannsdóttur á Blönduósi að gefa uppskriftir sem voru svo birtar í páskablaði Feykis.
Rækjuforréttur
fyrir 4-6
- 300 gr. rækjur.
- 150 gr. majones.
- 3 msk. tómatsósa.
- 2 tsk. sætt sinnep.
- 2 des. þeyttur rjómi.
- Safi úr ca. ½ sítrónu.
Aðferð.
- - þerra rækjur mjög vel
- - hræra tómatsósu, sinnepi og mæjó vel saman.
- - blanda hrærunni og rækjunum varlega út í rjómann.
- - smakka sítrónusafa saman við.
ATH! Gott að útbúa réttinn sólarhring áður en það á að neyta hans. Borðað með ristuðu brauði og smjöri.
Erlu-kjúlli
fyrir 4-6
- 8 stk.kjúklingabringur.
- ½ dós. sólþurrkaðir tómatar.
- 2 stk. paprika
- 2 stk rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum.
- 1 stk. matreiðslurjómi
- 1 stk. hvítlaukur.
- Sveppir, einn bakki.
- Kjúklingakraftur, einn teningur.
- Aðferð:
- Skera bringurnar í bita og steikja þær svo upp úr svörtum pipar og hvítlauk, sett til hliðar. - - Osturinn bræddur saman við rjómann, sveppir, tómatar, paprika og kraftur sett út í og látið malla í smá stund.
- - Allt sett saman í eldfastmót og í ofn í 1 klst. Við 160-180°.
Eftirlæti húsbóndans
fyrir 4-6
- 8 stk. kókosbollur.
- 2 stk. Mars.
- 2 stk. Þristar.
- 200 g. Nóa kropp.
- ½ lítri þeyttur rjómi.
- Súkkulaði íssósa.
- Smá vanillusykur.
Aðferð.
- - Kókosbollur kramdar í botn á djúpu formi.
- - Mars og Þristar brytjað í litla bita.
- - Vanillusykri hrært varlega út í rjómann ásamt Marsi, Þristum og 100 gr. af Nóa kroppinu.
- - Rjóminn settur ofan á bollurnar, restin af kroppinu þar á og svo loks skreytt með íssósunni.
Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.