Er grafna gæsin lögleg?

Matvælastofnun bendir á það á heimasíðu sinni að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. Þar segir að vegna margra ábendinga til stofnunarinnar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, sé rétt að benda á að Auglýsing á Facebook geti talist til sölu eða dreifingar og er stofnuninni skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.

„Undantekning er þegar veiðimaður afhendir heilan fugl (óreyttan) til neytenda, markaða eða veitingastaða. Sérhver meðhöndlun á gæs telst sem vinnsla og er leyfiskyld ef selja eða dreifa á afurðunum. Þetta á t.d. við um pakkaðar gæsa- og andabringur (kryddaðar og ókryddaðar), um pate og kæfu frá þessum fuglum og um grafnar afurðir þeirra,“ segir á mast.is.

Einnig er bent á að þegar villibráðar sé neytt, sem hefur verið skotin, þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum geti leynst í kjötinu og að blýmengun geti verið til staðar en blý er þungmálmur sem ber að varast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir