Enginn úr sóttkví reyndist smitaður í FNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.11.2021
kl. 08.40
Eins og fram kom á Feyki fyrir helgi greindist einn nemandi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með Covid-19. Kennsla féll niður sl. föstudag og allir nemendur sendir í smitgát eða sóttkví í tengslum við þetta smit. Í gær var svo greint frá því á heimasíðu skólans að allir viðkomandi hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr báðum sýnatökum.
Þá er nemandanum sem sýktist óskað skjóts bata og tekur Feykir undir þá kveðju og tekur undir hvatningu til almennings um að halda vöku og fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis um persónulegar smitvarnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.