Meistaramót barna og unglinga GSS 2018

Gígja Rós Bjarnadóttir og Emilía Ragnheiður Róbertsdóttir kepptu í byrjendaflokki og unnu til verðlauna. Mynd: GSS.IS.
Gígja Rós Bjarnadóttir og Emilía Ragnheiður Róbertsdóttir kepptu í byrjendaflokki og unnu til verðlauna. Mynd: GSS.IS.

Meistaramót barna og unglinga Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram dagana 2.-4. júlí. Keppt var í þremur flokkum og spiluðu krakkarnir alla dagana, mismargar holur eftir flokkum. Byrjendaflokkur spilaði 3×5 holur á gylltum teigum, 10 ára og yngri spiluðu 3×9 holur á gylltum teigum og 11-13 ára spiluðu 3×9 holur á rauðum teigum.

Á heimasíðu GSS eru myndir af sigurvegurum en úrslit voru eftirfarandi:

Byrjendaflokkur stúlkur:
1. sæti Emilía Ragnheiður Róbertsdóttir 119 högg
2. sæti Gígja Rós Bjarnadóttir 121 högg

Byrjendaflokkur drengir:
1. sæti Gunnar Bjarki Hrannarsson 109 högg
2. sæti Hallur Atli Helgason 115 högg

10. ára og yngri stúlkur:
1. sæti Dagbjört Sísí Einarsdóttir 196 högg
2. sæti Berglind Rós Guðmundsdóttir 206 högg

11-13 ára stúlkur:
1. sæti Una Karen Guðmundsdóttir 178 högg
2. sæti Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 192 högg
3. sæti Auður Ásta Þorsteinsdóttir 332 högg

11-13 ára drengir:
1. sæti Tómas Bjarki Guðmundsson 190 högg
2. sæti Brynjar Már Guðmundsson 221 högg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir