Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir hlýtur hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Það voru þau Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem afhentu Dr. Hólmfríði Sveinsdóttur verðlaunin. Mynd/sfs.is
Það voru þau Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem afhentu Dr. Hólmfríði Sveinsdóttur verðlaunin. Mynd/sfs.is

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, sem stýrir fyrirtækinu IceProtein á Sauðárkróki, hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016 sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er hún sögð öflugur frumkvöðull sem skapar tækifæri í heimabyggð. 

„IceProtein og Protis settu nýlega á markað nýja vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Þetta þykir okkur afskaplega áhugavert framtak kröftugs frumkvöðuls á sviði rannsókna og þróunar á landsbyggðinni,“ segir á vefnum.  

Iceprotein var til umfjöllunar í þáttunum Fyrirmyndarfrumkvöðlar, framleiddir af Feyki og Skottu Film, sem sýndir voru á Feyki TV í nóvember síðastliðnum. Í þættinum rætt við Hólmfríði Sveinsdóttur og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir