Enginn í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Ánægjulegar tölur á Norðurlandi vestra.
Ánægjulegar tölur á Norðurlandi vestra.

Húnahornið segir frá því að enginn er nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits en átta eru í sóttkví. Alls greindust 46 kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af 21 utan sóttkvíar. Ekki hafa greinst færri innanlandssmit síðan 19. júlí síðastliðinn, við upphaf fjórðu bylgju.

Þá segir í fréttinni að óvenju hátt hlutfalla þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir eða 34. Norðurland vestra er eini landshlutinn þar sem enginn er í einangrun vegna veirunnar.

Nýgengi smita á landinu lækkar jafnt og þétt og er 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa nú í 294. Nýgengið hefur lækkað mikið síðan 9. ágúst þegar það var hæst 433.

Eins og sjá má töflunni hér frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru allir þeir sem eru í sóttkví nú á Norðurlandi vestra í Skagafirði. Húnvatnssýslurnar eru því covid-fríar á þessum tímapunkti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir