Engin leikskólagjöld árið 2009

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps ákvað á fundi sínum 20. janúar s.l. að innheimta ekki leikskólagjöld árið 2009. Er Leikskólinn Vallaból því algjörlega gjaldfrír þetta árið.

 
 Auk þess að leikskólinn verði gjaldfrjáls þá var m.t.t þjóðfélagsástands ákveðið að létta undir með foreldrum sem eru með börn í skólamötuneytinu, bæði leik- og grunnskólabörn, að það verði einnig frítt. Áætla má að sá kostnaður gæti numið um 56 þús kr. á hvern nemanda árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir