Endurskoðun hafin á reglum um riðu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis. Segir á vef stjórnarráðsins að nú sé unnið að nánari skilgreiningu og afmörkun verkefnanna í verkþætti.
„Áformað er að ráðinn verði verkefnastjóra tímabundið til að sinna þessum verkefnum en áætlað er að þeim verði lokið um mitt næsta ár. Ráðuneytið mun viðhafa samráð við Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda og aðra hagsmunaaðila við vinnslu þessara verkefna,“ segir á stjornarradid.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.